Meðalverð á slægðum þorski var 36% hærra á íslensku fiskmörkuðunum en í beinum viðskiptum, eða 269 krónur kílóið á móti 198 krónum.
Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum og er byggt á nýjum tölum sem birtar eru á vef Verðlagsstofu skiptaverðs.
Meðalverð ýsu á fiskmörkuðunum var 29% hærra en í beinum viðskiptum, á ufsa 21% og á gullkarfa 29%.
Munurinn á þorskverðinu er heldur meiri en árið áður en töluvert minni hvað hinar tegundirnar varðar.
Sjá nánar í Fiskifréttum.