Ein birtingarmyndin af vandræðum sjómanna varðandi skort á veiðiheimildum í ýsu er gríðarleg aukning á VS-afla (áður Hafró-afla) í tegundinni.  Á fyrsta fiskveiðiársfjórðungnum þrefaldaðist VS-afli í ýsu frá því í fyrra.

Á þetta er bent á vef Landssambands smábátaeigenda. ,,Þetta sýnir meira en allt annað hvílík vandræði menn eru í, þar sem útgerðin fær aðeins 20% í sinn hlut sem skiptist milli útgerðar og sjómanna samkvæmt samningi þar um.   Afgangurinn að frádregnum sölukostnaði rennur í Verkefnasjóð sjávarútvegsins (VS),“ segir á vef LS.

Frá og með sl. fiskveiðiári er VS-afli reiknaður fyrir hvern fiskveiðiársfjórðung.  Heimildin nær til 5% af heildarafla viðkomandi báts innan hvers tímabils.

Sjá nánar á vef LS