Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian eru dæmi um að tælenskir rækjusjómen sé látnir vinna launalaust árum saman, beitir grófu ofbeldi og jafnvel líflátnir hlýði þeir ekki skipunum.
Afurðir veiðanna eru seldar í stórum verslunarkeðjum á vesturlöndum þar á meðal Walmart, Tesco, Iceland, Aldi, Morrisons og Costco samkvæmt því sem segir í Guardian. Auk þess sem vitað er að stærsta rækjueldisstöð Tælands kaupir mjög mikið til eldisins af þrælaskipunum.
Eftirgrennslan blaðsins sýnir að hópar manna ganga kaupum og sölum eins og búfé og er haldið gegn vilja sínum sem vinnudýr um borð skipum sem stunda ólöglegar rækjuveiðar úti af strönd Tælands.
Sjómönnum sem tekist hefur að sleppa af þessum skipum segja aðstæður um borð skelfilegar og að þeir séu látnir standa tuttugu tíma vaktir á örvandi lyfjum og í orðsins fyllstu merkingu barðir til vinnu. Að sögn mannanna ganga barsmíðarnar stundum af mönnum dauðum og líkunum þá kastað í sjóinn.
Fyrirtækið CP Food, sem selur vörur sínar undir vörumerkinu „Eldhús heimsins“, er stærsti framleiðandi rækjuafurða í Tælandi. Árleg velta fyrirtæksins í rækjuafurðum er um 33 milljarðar bandaríkjadollara sem jafngildir um 3.762 milljörðum íslenskra króna. Stærstur hluti framleiðslu CP Food er seldur í Norður Ameríku, Bretlandi og Vestur Evrópu
Sjá umfjöllun The Guardian HÉR.