Úthafsrækjuveiðiskipið Sigurborg SH hefur veitt nær 700 tonn af rækju á fiskveiðiárinu. Ómar Þorleifsson skipstjóri segir veiðarnar ganga þ0okkalega en mikill þörungablómi í hafinu úti fyrir Norðurlandi hamli þó veiðum á vissum svæðum.
Hann segir að þetta ástand hafi varað frá því í byrjun júní sem sé óvenju langur tími. Ekki dugi annað en að háþrýstiþvo trollin til þess að hreinsa þau af drullunni sem sest í möskvana.
Þörungablóminn er mestur á svokölluðum Norðurkanti, einmitt þar sem stærstu rækjuna er að hafa.
Sjá nánar í Fiskifréttum.