Það eru lítil takmörk fyrir því hversu mikla vitleysu um fiskveiðar er hægt að bera á borð í breskum dagblöðum sem þó vilja láta taka sig alvarlega. Nýlega var birt grein í The Sunday Times undir fyrirsögninni ,,Þorskurinn verður horfinn eftir tíu ár“.
Annað breskt blað, The Daily Mirror, tók upp þráðinn og bætti um betur með því að segja að hætta væri á að ofveiði á þorski gæti leitt til þess að hinn hefðbundni breski fish&chips málsverður heyrði sögunni til eftir tíu ár.
Breska sjávarútvegsblaðið Fishing New International vekur athygli á þessu í nýjasta tölublaði sínu og bendir á hversu fáránlegar og heimskulegar þessar upphrópanir séu. Þorskstofnar bæði í Barentshafi og við Íslandi séu á blússandi uppleið, útlit sé fyrir 940.000 tonna þorskkvóta í Barentshafi á næsta ári og þorskkvótinn við Íslandi gæti farið í 250.000 tonn eftir nokkur ár að mati vísindamanna. Veiðar úr þessum stofnum séu vottaðar sjálfbærar af óháðum vottunarstofum. Um 80% af þeim þorski sem notaður sé í framleiðslu á fish&chips réttum komi frá Íslandi, Noregi og Rússlandi.