Skip Fisk Seafood hafa undanfarna daga verið að landa fiski í Grundarfirði og á Sauðárkróki að því er kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins.
Þar segir að Farsæll SH30 hafi komið til hafnar í Grundarfirði með alls 49 tonn afla sem að uppistöðu var þorskur og ýsa. Farsæll var á meðal annars á veiðum á Flökunum.
Þá kom Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með alls 82 tonn sem mest voru þorskur. Málmey var meðal annars á Sléttugrunni.
Drangey SK2 sem var meðal annars á veiðum á Vesturhorni Víkuráls kom til hafnar á Sauðárkróki með alls 108 tonn, sem voru mest megnis þorskur og karfi.