Þorskur vegur sem fyrr þyngst í útflutningi sjávarafurða. Á síðasta ári var flutt út 121 þúsund tonn af þorski fyrir tæpa 88 milljarða króna og er það um 32% af öllum útfluttum sjávarafurðum á árinu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Engin ein fisktegund kemst nálægt þorskinum í verðmætum en í öðru sæti er loðnan sem skilaði um 34 milljörðum, eða um 12% af heildinni. Síld og makríll koma þar á eftir með rúma 23 milljarða og um 21 milljarð.
Þótt uppsjávartegundir séu mikilvægar varðandi gjaldeyrisöflun þá eru yfirburðir þorsksins það miklir að hanna skapar meiri tekjur en allar uppsjávartegundirnar til samans, þ.e. síld, kolmunni, makríll og loðna.
Sjá nánar samantekt í nýjustu Fiskifréttum.