Mikil þorskgengd utan við strönd Finnmerkur í Norður-Noregi gerir loðnuflotanum sífellt erfiðara fyrir. Einmitt núna um þessar mundir er góð loðnuveiði á miðunum en þá eru stór svæði í Barentshafi lokuð og sjómenn óttast að fljótlega verði erfitt að finna opnun neins staðar, að því er Fiskeribladet/Fiskaren hefur eftir starfsmanni norska síldarsölusamlagsins.

Norsk skip hafa nú veitt 65.000 tonn af 119.000 tonna loðnukvóta sínum í Barentshafi. Loðnan hefur verið fremur smá og hefur stærstur hluti hennar, eða 44.000 tonn, farið í bræðslu.