Þorskstofninn í Norðursjó hefur verið í vexti síðastliðin sjö ár samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og þrefaldast að stærð á því tímabil. Stofninn i hefur ekki verið stærri síðastliðin 17 ár. Talið er að minna brottkast og betri stjórn fiskveiða eigi stóran þátt í vexti stofnsins samkvæmt frétt á SeafoodSource.com .
Gangi áætlanir ICES eftir er talið að stofninn geti vaxið um 45% á næsta ári. Með sama áframhaldi er talið að stærð stofnsins getið náð 150.000 tonnum á næstu árum. Til samanburðar má nefna að íslenski þorskstofninn er áætlaður 1.173.000 tonn í ár.
Ráðlagður þorskvóti á næsta ári í Norðursjó er tæp 29 þúsund tonn.