Stofnar kyrrahafsþorsks við Alaska standa vel. Heildarkvótinn var aukinn úr 253.000 tonnum í fyrra í 322.000 tonn í ár eða um 27% milli ára. Samkvæmt fréttum á enn eftir að veiða næstum þriðjung kvótans.
Yfir 90% af þeim þorski sem veiddur er við Bandaríkin er kyrrahafsþorskur og stærstur hluti hans veiðist á miðunum við Alaska.