Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvótinn verði aukinn úr 239.000 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári en 244.000 á því næsta. Þetta er 2% aukning.
Almennt eru tiltölulega litlar breytingar á ráðlögðu aflamarki milli fiskveiðiára í mikilvægustu tegundunum. Lagt er til að ýsukvótinn verði 34.600 tonn sem er 1.800 tonna samdráttur, en að ufsakvótinn verði óbreyttur 55.000 tonn. Þá er ráðlagt að gullkarfakvótinn verði aukinn úr 48.500 tonnum í 52.800 tonn og að djúpkarfakvótinn verði aukinn úr 10.000 tonnum í 12.922 tonn.
Hafró leggur til að heildargrálúðukvótinn fyrir Austur-Grænland/Ísland/Færeyjar verði aukinn úr 22.000 tonnum í 24.000 tonn. Hlutur Íslands á yfirstandandi ári er 12.400 tonn.
Stærstu breytingarnar niður á við eru í síld og löngu. Lagður er til veiðisamdráttur í íslenskri síld úr 71.000 tonnum í 63.000 tonn og stafar það af lélegri nýliðun. Þá er lagt til að löngukvótinn verði minnkaður úr 15.000 tonnum í 9.343 tonn.
Sjá nánar á vef Hafró.