Í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar er nú verið að kynna veiðiráðgjöf næsta fiskveiðiárs. Í samræmi við aflareglu er gert ráð fyrir að leyfilegur þorskafli á næsta ári verði 215 þúsund tonn, en kvótinn í ár er 196.000 tonn. Aukningin er því 19.000 tonn eða 9,7%

Lagt er til að ýsuaflinn verði 38 þúsund tonn, en ýsukvótinn í ár er 36.000 tonn.

Ráðlagður ufsaafli á næsta fiskveiðiári er 57.000 þúsund tonn, en aflaheimildir nú eru 50.000 tonn.

Af gullkarfa er ráðlagt að veiða 52 þúsund tonn en kvótinn í ár er 45.000 tonn.

Lagt er til að djúpkarfaaflinn miðist við 10  þúsund tonn sem er það sama og á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðlagður grálúðuafli er  20 þúsund tonn, en grálúðukvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári fyrir heildarsvæiðið Grænland/Ísland/ Færeyjar er 28 þús. tonn þar af  14.700 tonn við Ísland.

Af steinbít er talið óhætt að veiða 7.500 tonn, en leyfilegur afli í ár er 8.500 tonn.

Sjá skýrslu Hafrannsóknastofnunar í heild á vef Hafró