Brim er með mesta kvótann af útgerðum landsins og Sólberg ÓF sem er í eigu Ísafélagsins með mesta kvótann af skipum samkvæmt úthlutun aflaheimilda fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu þar sem segir að alls hafi 456 skip í eigu 377 aðila fengið úthlutað aflaheimildum.

Heildarúthlutun er rúm 287 þúsund þorskígildistonn. Þar af er úthlutun í þorski rúm 160 þúsund þorskígildistonn miðað við 168 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutun í ýsu er tæp 44 þúsund þorskígildistonn og hækkar um 5 þúsund þorskígildistonn milli ára. 

Fyrirtæki með hæstu úthlutunina:

  • Brim hf. 9,16% 
  • Samherji Ísland hf. 8,58% 
  • Ísfélag hf. 6,61% 
  • Fisk Seafood ehf. 6,36% 
  • Vísir ehf. 4,18% 

Skip með hæstu úthlutunina:

  • Sólberg ÓF 1 (2917), Ísfélag hf. með 10.430 þorskígildistonn 
  • Guðmundur í Nesi RE 13 (2626), Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með 9.109 þorskígildistonn 
  • Drangey SK 2 (2893), FISK-Seafood ehf. með 6.442 þorskígildistonn.

Nánari upplýsingar um úthlutunina er að finna í reglugerð, á gagnasíðum Fiskistofu og í samantekt fiskveiðiáramóta.