Heildarkvótinn í þorski í Barentshafi verður 993 þúsund tonn á árinu 2014 samkvæmt ákvörðun, norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar. Kvótinn er í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Áætlað aflaverðmæti kvótans er 15 milljarðar norskra króna, eða 305 milljarðar íslenskra króna.

Frá þessu er greint í Fiskeribladet/Fiskaren. Þorskkvóti Norðmanna verður 443.735 tonn, þar með talið 21 þúsund tonn af strandþorski og 7 þúsund tonna rannsóknakvóti. Hér er um lítilsháttar samdrátt að ræða, eða um 30 þúsund tonn.