Þrátt fyrir stóraukið þorskframboð á mörkuðum með tilheyrandi þrýstingi á verð er þorskaflinn núna samt aðeins þriðjungur af því sem hann hefur orðið mestur í Norður-Atlantshafi á síðustu áratugum.
Þetta kemur fram í Fiskifréttum. Árið 1968 var þorskaflinn úr Norður-Atlantshafi rétt um fjórar milljónir tonna en verður rúmlega 1,3 milljónir tonna á næsta ári. Það sem gerst hefur í millitíðinni er að aðrar fisktegundir, alaskaufsi, lax, pangasíus og tilapía, hafa fyllt það rými sem þorskurinn skildi eftir sig. Vandinn sem skapast hefur vegna aukins þorskframboðs nú er því ekkert til að gera lítið úr.
Sjá nánar í Fiskifréttum.