Hafrannsóknastofnun hefur nú birt fyrstu niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska, öðru nafni vorralli, sem eru nýafstaðnar. Fyrsta mat á 2012 árgangi þorsks bendir til að hann sé undir langtímameðaltali árganga frá 1955. Hann kemur í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011, en árgangurinn frá 2010 er slakur.

Stofnvísitala þorsks mældist há og eru vísitölur 2012 og 2013 þær hæstu frá 1985.

Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár því meira fékkst en áður af þorski lengri en 90 cm.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar (www.hafro.is)