Harðvítugar deilur stóðu um veiðar í þorskanót á sjöunda áratug síðustu aldar. Ævintýralegar sögur fóru af aflasæld þessa veiðarfæris og ekki síst vegna þess að í nótina veiddist aðallega gríðarstór hrygningarfiskur. Á endanum var þetta „skaðræðisveiðarfæri“ bannað.
Í páskablaði Fiskifrétta er þessi saga rifjuð upp. Þar kemur m.a. fram að Eggert Gíslason, aflamaður Íslands, hafi eitt sinn fengið 90 tonn í nótina í einu kasti. Andstaðan við þorskanótaveiðarnar fólst aðallega í tvennu, annars vegar því að verið væri að þurrka stóra hrygningarfiskinn upp og hins vegar blöskraði mörgum þessi landburður af fiski sem fiskvinnslustöðvarnar gátu ekki annað með góðu móti.
Sjá nánar í páskablaði Fiskifrétta.