Afli til aflamarks  í þorski á fiskveiðiárinu 2013/2014 nam rúmum 176 þúsund tonnum sem samsvarar um 210 þúsund tonnum upp úr sjó.

Við bætist  afli utan aflamarks: Standveiðiafli í þorski upp á  um 7.700 tonn, afli í línuívilnun tæp 3.400 tonn, VS-afli tæp 1.200 tonn og undirmálsafli utan aflamarks 1.250 tonn. Þannig endaði heildaraflinn í þorski í tæpum 224 þúsund tonnum sem er um 10 þúsund tonnum meira en leyfilegur heildarafli ársins.

Ýsa

Afli til aflamarks í ýsu á fiskveiðiárinu nam 30.300 tonnum sem samsvarar um 36.100 tonnum upp úr sjó. Við bætist  afli utan aflamarks: Meðafli í ýsu á veiðum í Barentshafi og öðrum lögsögum nam um 2.900 tonnum, afli í línuívilnun var 1.600  tonn, VS-afli nam 950 tonnum og undirmálsafli utan aflamarks var 150 tonn. Heildaraflinn í ýsu endaði  í um 41.800 tonnum.

Sjá nánar töflu á vef Fiskistof u.