Þorbjörg ÞH, Gunna Beta ÍS, Hulda SH og Sif SH voru aflahæstu strandveiðibátarnir hver á sínu svæði á nýliðnu strandveiðitímabili.

Þorbjörg ÞH var aflahæst yfir landið með 34.751 kíló. Báturinn landaði öllum sínum afla á Raufarhöfn og var hann fenginn í 46 róðrum.  Skipstjóri og eigandi Þorbjargar er Jón Tryggvi Árnason.

Gunna Beta ÍS aflaði 30.987 tonna, Hulda SF veiddi 27.163 kíló og Sif SH var með 22. 625 kíló.

Sjá nánar samantekt um strandveiðarnar á vef LS