Þokkaleg staða er á saltfiskmörkuðum varðandi sölu en verð hefur hins vegar lækkað um 12% til 15% í íslenskum krónum vegna styrkingar íslensku krónunnar. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

„Staðan á saltfiskmörkuðum er ágæt. Eftirspurn er nokkuð stöðug en líkur eru á því að minni birgðir séu til staðar á Íslandi. Heldur hefur dregið úr framleiðslu á saltfiski inn á hefðbundna markaði á síðustu misserum.“ Þetta sagði Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney Þinganesi og formaður Íslenskra saltfiskframleiðenda, í samtali við Fiskifréttir

Guðmundur sagði að framleiðsla á saltfiski hefði dregist saman vegna þess að aukin samkeppni væri hér heima um hráefnið. Hreinir saltfiskframleiðendur hefðu sumir hverjir snúið sér að blandaðri framleiðslu eða jafnvel hætt að verka hefðbundinn saltfisk, þ.e. flattan, blautverkaðan og fullstaðinn fisk.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.