Kusa, japanskur eftirlitsmaður hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, hlær að þeirri íslensku þjóðsögu að Japanir kaupi loðnuhrogn fyrst og fremst til að bæta kynlífið. Hann segist ekki skilja hvers vegna Íslendingar trúi þessu en staðreyndin sé sú að loðnuhrognin séu notuð eins og hver annar kavíar. Þau hafi ákveðið bragð og síðan séu þau notuð til að skreyta mat og gera hann girnilegri. Flestum ætti að vera ljóst að útlit matar skipti miklu máli, að minnsta kosti finnist Japönum það.
Kusa heitir fullu nafni Takaho Kusayanagi og kemur frá Tokyo í Japan. Hann starfar hjá fyrirtækinu K & T í Tokyo sem keypt hefur sjávarafurðir frá Íslandi í ríkum mæli allt frá því að það var stofnað fyrir 25 árum. Fyrirtækið hefur helst keypt afurðirnar af Icefresh sem selur framleiðslu Samherja og Síldarvinnslunnar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Síðustu árin hefur hann hins vegar að mestu verið í Neskaupstað enda loðnufrysting hætt eða mikill samdráttur í henni á mörgum fyrrnefndu staðanna.
Sjá nánari umfjöllun á vef Síldarvinnslunnar.