Þörungaverksmiðja á Reykhólum keypti  kúffiskveiðiskipið Fossá fyrir hálfu öðru ári og hefur nú látið breyta því í þangflutninga - og þaraöflunarskipið Gretti. Með tilkomu þess verður hægt að tvöfalda framleiðslu verksmiðjunnar.

Verkið var framkvæmt hjá Slippnum á Akureyri. Skipið hefur tekið miklum útlitsbreytingum. Það var afturbyggt með stórum gálga og hælþungt en léttist mikið við að nýtt stýrishús úr áli var smíðað framan á það.

Nánar er fjallað um skipið í nýjustu Fiskifréttum .