Norska rannsóknastofnunin SINTEF hefur lagt mat á möguleika Norðmanna til þess að stórauka framleiðslu á þangi og þara. Nú er uppskeran um 200.000 tonn en stofnunin telur að hægt sé að auka framleiðsluna í 4 milljónir tonna fram til ársins 2030 og í 20 milljónir tonna árið 2050.
Verðmæti úr 20 milljónum tonna gæti, að mati stofnunarinnar, numið 40 milljörðum norskra króna eða jafnvirði 600 milljarða íslenskra króna, segir í frétt um málið í Fiskeribladet/Fiskaren í dag.
Fram kemur að aukin þang- og þaravinnsla krefðist umfangsmikillar ræktunar á þessum sjávargróðri.
Því má bæta við að heimsframleiðslan á þangi og þara er núna um 30 milljónir tonna.