Danska fyrirtækið Nordic Seaweed hefur sett á markað nýja og fjölbreytta vörulínu sem unnin er úr sjávarþangi. Aðstandendur fyrirtækisins segja að þang sé vannýtt náttúruafurð í Evrópu en þang er mikið notað til matargerðar í Asíu.
Rannsóknir benda til að þang innihaldi allt að tíu sinnum fleiri steinefni en plöntur sem vaxa á landi auk þess sem sjávargróður hefur að geyma járn í miklu mæli.
Sem dæmi um framleiðslu Nordic Seaweed má nefna brauð, krydd, fiskisósu og pasta.