Fyrirsjáanlegt er að gríðarleg skerðing verður á grásleppuveiðum á þessu ári, að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda.
Eins og fram kemur í annarri frétt hér á vefnum er í reglugerð atvinnuvegaráðuneytisins lagt til að leyfilegir veiðidagar í upphafi vertíðar verði ekki nema 20 í stað 50 á síðasta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að hámarksfjöldi neta, þar sem þrír menn eru um borð, verði 200 í stað 300 áður.
,,Mér reiknast svo til að verði þetta niðurstaðan muni aflinn ekki verða nema 4-5 þúsund tunnur af grásleppuhrognum. Við höfum áhyggjur af því að þetta dugi ekki til að mæta þörfum markaðarins. Til samanburðar má nefna að tunnufjöldinn varð 12.200 í fyrra,” segir Örn í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.