Pepppóstur birtist á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem menn neita að leggja árar í bát hvað loðnuleit varðar.

„Jæja, ný vika, nýjar ákvarðanir. Ætli loðnuleitinni verði ekki best lýst með þessum orðum. Það sem ekki fannst í fyrri viku þýðir ekki að það sé ekki til. Loðnan er þarna einhvers staðar, en hvar og í hvaða magni, um það er spurt. Árni Friðriksson hélt áfram leit fyrir vestan land um helgina og er væntanlegur til hafnar síðar í dag, eða kvöld. Hinum megin á landinu eru hins vegar tvö skip að gera sig klár til að kemba svæðið betur suðaustur af landinu. Þar eiga í hlut Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði.

Leiðangursskip urðu vör við fullorðna loðnu á nokkuð stóru svæði fyrir austan land í síðustu viku. Þéttleiki hennar var þar einnig mestur, einkum syðst á leitarsvæðinu. Því munu Polar og Aðalsteinn líklega halda á miðin í kvöld og leiti betur. Þá stendur til að þau kanni líka svæði nær landi, ef ske kynni að loðnan væri búin að færa sig þangað.

Þetta er að verða eins og hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Það er veik von og ýmislegt þarf að ganga upp til að hægt verði að gefa út kvóta til veiða. En það er ekki búið fyrr en það er búið. Skrifari heldur fast við það markmið að „harðsteikja“ loðnu í vetur, þar til annað kemur í ljós. Koma so …“