Stærsta stórverslanakeðja Bretlands, Tesco, og stærsti matvælaframleiðandi heims, Nestlé, hafa gengið til liðs við Alþjóða draugnetafrumkvæðið, GGGI, sem felst í því að takast á við þann vanda sem felst í því að um 640.000 tonn af ónýtum veiðarfærum enda í heimshöfunum á hverju ári. Talið er að sumir fiskstofnar hafi minnkað um allt frá 5-30% eftir tegundum vegna draugneta. GGGI stefnir að því að framlög frá félagsmönnum, bakhjörlum og ríkisstjórnum tvöfaldist í 2 milljónir dollara á næsta ári sem auðveldar samtökunum að takast á við þennan vanda, ekki síst í þróunarlöndunum.

„Að hreinsa upp draugnet er forgangsatriði ef við ætlum að tryggja sjálfbæra fiskistofa og hrein og heilbrigð höf. Þess vegna er það líka mikið fagnaðarefni að stórfyrirtæki og ríkisstjórnir bætist í hóp þeirra sem vilja vernda höfin fyrir draugnetum,“ segir Ingrid Giskes hjá GGGI.