Á tímabilinu janúar til nóvember 2009 námu brúttótekjur danskra fiskimanna rétt rúmum 2 milljörðum danskra króna (um 48 milljarðar ísl. kr.) sem er um 15% samdráttur miðað við árið þar á undan. Á sama tíma var landað 716 þúsund tonnum sem er 12% aflaaukning.
Heildartekjur vegna veiða til manneldis (kræklingaveiðin ekki meðtalin) á fyrstu 11 mánuðum ársins 2009 voru 395 milljónum króna lægri en á sama tíma 2008 og gáfu 1.572 milljónir. Magnið minnkaði um 7% miðað við árið 2008 en meðalverðið lækkaði um 14%.
Við veiðar á bræðslufiski námu heildartekjur danskra fiskimanna 437 milljónum króna og jukust þær um 11% miðað við jan.-nóv. 2008. Landað var 22% meiri afla en meðalverðið lækkaði um 9%.