Allt stefnir í það að útflutningstekjur sjávarafurða í Víetnam verði ekki eins miklar og áætlanir gerðu ráð fyrir, að því segir í frétt frá samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda sjávarafurða í Víetnam. Frá þessu er skýrt á vef Seafood Source.
Nú er gert ráð fyrir að útflutningurinn nemi um 5,7 milljörðum bandaríkjadala, árið 2011 jafngildi 650 milljarða íslenskra króna, sem er meira en 500 milljóna dala lægri útflutningstekjur en gert var ráð fyrir upphaflega. Framanaf árinu gekk útflutningurinn vel en reiknað er með bakslagi frá og með október. Fyrri áætlanir byggðust á væntingum um að útflutningstekjur myndu hækka um 20% að meðaltali. Sérstaklega var gert ráð fyrir aukningu í sölu á eldisrækju. Vera kann að flóðin í Tælandi eigi eftir að leiða til þess að eftirspurn eftir rækju frá Víetnam aukist seint á árinu 2011 og í upphafi árs 2012.