Rétt fyrir klukkan 13:00 í dag stóð Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, línubátinn Háborgu HU 10 að meintum ólöglegum veiðum innan skyndilokunarhólfs á Húnaflóa.

Þeim tilmælum var beint til skipstjóra að klára að draga inn veiðarfæri og halda að því loknu til hafnar þar sem málið verður rannsakað af lögregluyfirvöldum.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.