Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti um 4.700 tonnum, mestmegnis makríl, frá því makrílveiðar hófust. Megnið er heilfryst en farmar með átu eru hausaðir. Alls starfa 80-90 manns á vöktum í vinnslunni allan sólarhringinn.
Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni, segir að veiðar hafi hafist 18. júlí síðastliðinn sem er talsvert seinna en í fyrra. Hann tilhneiginguna þá að hefja veiðarnar seinna og tilgangurinn með því sé að ná betri fisk.
Fjallað er um makrílvinnslu Síldarvinnslunnar í Fiskifréttum í dag.