Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti þessi stórskemmtilega mynd við. Áhöfnin á Gísla vildi senda öllum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar jólakveðju með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Þetta kemur fram í færslu Landhelgisgæslunnar á samfélagsmiðlum.

Þar segir að þetta „skemmtilega framtak lýsir vel því frábæra samstarfi sem ríkir milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við hjá Landhelgisgæslunni sendum áhöfninni á Gísla Jóns sem og öllum öðrum sjófarendum okkar bestu kveðjur.“