Grænlenska skipið Tasiilaq landar kemur til Eyja í dag með um 700 tonn af loðnu. Skipið mun landa aflanum hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.  Tasiilaq sem áður hét Guðmundur VE er í eigu Royal Greenland Pelagic sem Ísfélag Vestmannaeyja á 10% hlut í.

,,Þeir eru að landa hjá okkur fráflokkaðri loðnu sem ekki er hæf til frystingar um borð," sagði Páll Scheving, verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í samtali við Eyjar.net.

Aðspurður sagði Páll það ekki algengt að fá loðnu til bræðslu á þessum árstíma og því væri þetta kærkomin viðbót á miðri síldarvertíð. Loðnan er veidd í grænlenskri lögsögu.