Í Vegvísi Landsbankans varðandi breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld segir:

„Áætlað tap Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, vegna breytinga í frumvörpunum nemur um 31 milljarði króna. Setja má það tap í samhengi við þær skatttekjur sem frumvarpinu er ætlað að skapa.

Í frumvarpinu um veiðigjöld kemur fram að áætlaðar skatttekjur á árunum 2012 - 2014 eru 36,3 milljarðar..... Nettó áhrifin á ríkissjóð á næstu þremur árum yrðu því jákvæð um 5 milljarða ef einungis er tekið tillit til taps Landsbankans. Vænt tap vegna frumvarpanna er einungis metið út frá beinu tapi vegna minni greiðslugetu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en tekur ekki tillit til þess áfalls sem að ýmis önnur fyrirtæki og starfsemi, hvers tekjustreymi er háð gengi íslensk sjávarútvegs, verður fyrir. Vænt tap Landsbankans verði frumvörpin óbreytt að lögum kann því að verða nokkuð meira."

Nánar í Vegvísi Landsbankans.