Norska línuskipaútgerðin Ervik Havfiske er umsvifamikil í útgerð skipa sem veiða tannfisk í Suður-Íshafinu, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.
Heildarkvótinn í tannfiski á þessu hafsvæði er 3.500 tonn. Veiðarnar þar eru ólympískar og hefur Ervik Havfiske leyfi fyrir þrjú línuskip. Auk þess hefur Ervik Havfiske 385 tonna fastan kvóta á hvern bát við Suður-Georgíu.
Í heild er hver bátur að veiða næstum 700 tonn upp úr sjó sem gefa um 400 tonn af afurðum. Reikna má með því að aflaverðmætið verði 100 milljónir norskar (um 1,4 milljarðar ISK) fyrir úthald í níu erfiða mánuði, en veiðitímabilið hefst í desember.