Fiskafli íslenskra skipa í febrúar var 84.724 tonn, að því er kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli var rúm 37.000 tonn, þar af nam þorskaflinn rúmum 24.000 tonnum. Ríflega 4.000 tonn veiddust af ufsa og tæp 4.000 tonn af ýsu. Afli uppsjávartegunda var 46.500 tonn í febrúar og skiptist í 36.500 tonn af loðnu og tæp 10.000 tonn af kolmunna.

Á 12 mánaða tímabili frá mars 2017 til febrúar 2018 hefur heildarafli aukist um tæp 276.000 tonn eða 28% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

[Sjómannaverkfall stóð frá 15. desember 2016 til 19. febrúar 2017].