Stofnmælingum á íslensku sumargotssíldinni lauk í síðustu viku á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en magnið sem mældist nú er svipað og í fyrra, að því er Guðmundur Óskarsson, síldarsérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Guðmundur gat þess að veiðistofn síldarinnar væri ekki eins dreifður og hann var í fyrra. Nú mældust tæp 80% af fullorðnu síldinni í Kolluálnum. Þar væri töluvert um yngri síld í bland, en samt kynþroska síld sem væri hluti af veiðistofninum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.