Meðal þátttakenda á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni, sem haldin verður í Smáranum og Fífunni 18.-20. september næstkomandi, verður viðskiptasendinefnd frá norðurhluta Kanada, skipuð fulltrúum frá fimm af sjö aðildarfyrirtækjum samtakanna Inuit Development Corporation Association (IDCA).

„Við Íslendingar sjáum vaxandi áhuga á aukinni stjórn á fiskveiðiauðlind um frumbyggja og samfélaga í norðurhluta Kanada,“ segir Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, í samtali við IceFish.

„Innifalið er raunverulegur áhugi á fiskirannsókn um og gagnasöfnun með það fyrir augum að tryggja sjálfbærni auðlinda sjávar og greina nýjar tegundir til stað bundinnar neyslu og fyrir viðskiptamarkaði.“

Hlynur kveðst líka skynja vaxandi áhuga á fullnýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, á sama hátt og tíðkast hérlendis. „En það verður auðvitað segjast að frumbyggjar Kanada hafa stundað slíkar veiðar og nýtingu frá örófi alda. Við erum líka að upplifa vaxandi fjárfestingar í nýjum vinnslubúnaði og nútímavæðingu skipa, ásamt því að viðskiptamarkaðir í Kanada eru að opnast fyrir nýjum samstarfsaðilum erlendis frá, til dæmis við fjármögnun, sölu og markaðssetningu.“

Vilja fræðast af Íslendingum

„Íslendingar skara fram úr í mörgum atvinnugreinum sem eru líka mikilvægar fyrir norðurhluta Kanada. Þess vegna vonumst við til að heimsóknin í september nk. geri okkur kleift að fræðast betur um þær leiðir sem Íslendingar hafa farið til að skara fram úr á mikilvægum mörkuðum,“ segja forsvarsmenn IDCA. Þeir hafa t.d. áhuga á að finna nýjar aðferðir til að hámarka verðmæti í sjávarútvegi, svo sem með aukinni vinnslu á fiskúrgangi til að breyta honum í virðisaukandi afurðir. Hlynur kveðst líta á þessa heimsókn sendinefndarinnar sem dýrmætt tækifæri til að færa samskipti Íslendinga við nyrsta og austasta hluta Kanada á næsta stig ef svo má segja, til hagsbóta fyrir bæði íslensk fyrirtæki og fyrirtæki í eigu frumbyggja þar í landi."

Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada.
Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við vonumst til að ferðin leiði til aukins samstarfs Íslendinga og inúíta í tækni, fjármálaþjónustu, vísindarannsóknum, fiskveiðistjórnun og samþættingu sölu- og markaðskerfa, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hlynur. „Við eygjum líka mikla möguleika á að miðla sérfræðiþekkingu Íslendinga varðandi fullnýtingu sjávarafurða. Þó svo að íslensk fyrirtæki, sérstaklega í líftækni og vinnslu, hafi verið leiðandi í nútímanum í fullnýtingu sjávarfangs, geta Íslendingar væntanlega lært margt af þeim aðferðum sem frumbyggjar Kanada hafa beitt óralengi til að nýta til fulls hverja einustu skepnu sem hægt er að veiða á landi og sjó. Við lítum því á þessa heimsókn IDCA-samtakanna sem upphafið að miklu dýpra og víðtækara samstarfi á norðurslóð.