„Fréttir af tilraunaveiðum á hörpuskel og túnfiski á þessu ári vekja spurningar um tækifæri sem kunna að vera í veiðum á öðrum vannýttum tegundum hér við land,“ segir í frétt á vef Sjávarklasans. Þar segir að auka þurfi hvata til tilraunaveiða, vinnslu og markaðssetningu nýrra afurða. Koma þurfi á  skipulagi þar sem frumkvöðlar sem leggja í áhættusamar tilraunaveiðar njóti afraksturs frumkvöðlastarfs með sanngjörnum hætti.

Sjávarklasinn hefur gert nýja greiningu á vannýttum tegundum við Ísland og listanum eru þessar: Beitukóngur, beitusmokkur, gaddakrabbi, gulldepla, hrefna, ígulker, kræklingur, kúfskel, sæbjúga, túnfiskur, grjótkrabbi og trjónukrabbi.

Sjá nánar á vef Sjávarklasans.