Fyrir og um síðustu helgi áformuðu starfsmenn Matís að nota fjarstýrða kafbáta til að safna sýnum úr svömpum og ígulkerum í Breiðfirði, að því er fram kemur á vef stofnunarinna r. Markmiðið er að rannsaka hvort hægt sé að vinna nýjar tegundir lyfja úr svömpum og ígulkerum.

Svampar eru þekktir fyrir að verja sig með efnahernaði og því miðast rannsóknirnar nú að því að athuga hvort nýta megi þennan eiginleika til þess að framleiða lyf. Þegar hafa verið greindar 7000 lífvirkar sameindir í svömpum.

Ein helsta áskorunin verður að sögn Ragnars Jóhannssonar hjá Matís, sem leiðir verkefnið, að finna leiðir til að einangra nógu mikið magn lífvirkra efna til að nota í framleiðslu.

Sýnatakan úr svömpunum er hluti af tveimur verkefnum sem styrkt eru af Evrópusambandinu.