Dómstóll í Norður-Hörðalandi í Noregi hefur kveðið upp þann úrskurð að yfirvöldum hafi ekki verið heimilt til að krefja útgerð og skipstjóra norska uppsjávarskipsins Hardhaus um greiðslu sektar fyrir meðafla þorsks á loðnuveiðum  í febrúar 2010.

Mál þetta vakti mikla athygli og umtal í sjávarútvegi í Noregi á sínum tíma en útgerðinni var gert að greiða jafnvirði 30 milljóna íslenskra króna í sekt og skipstjóranum tæplega 900 þúsund fyrir að hafa fengið 630 kíló af þorski sem meðafla með 500 tonnum af loðnu.