Sýkingin í íslensku síldinni í Breiðafirði síðastliðið haust var um 25% að meðaltali samkvæmt mælingum á sýnishornum úr afla nótaskipa. Sýkinging hefur því rénað töluvert á síðustu tveimur árum að því er Jónbjörn Pálsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Sambærilegar tölur fyrir aflasýni sem tekin voru haustið 2011 eru 36% sýking og haustið 2010 um 40%. Aflasýnin eru aðallega frá veiðum í október og nóvember.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.