Þótt sýkingin í íslensku sumargotssíldinni sé 37% samkvæmt nýjustu mælingu Hafrannsóknastofnunar er hún ennþá að mestu í innyflum fisksins og lítt sjáanleg í holdinu. Sýkingin er ekki til neinna teljandi trafala í vinnslunni og fer allur aflinn í manneldisvinnslu.

Þetta kemur fram í samtölum Fiskifrétta við talsmenn fyrirtækja í uppsjávarvinnslu. Af fyrri reynslu má gera ráð fyrir að sýkingin ágerist í síldinn þegar líður á vertíðina og því er kappkostað að veiða leyfilegan kvóta sem fyrst.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.