Hlutfall sýktrar síldar í íslenska síldarstofninum er nokkuð nálægt 45% og er ástandið síst betra en í fyrra, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Dröfn RE fóru í síldarleiðangur í lok janúar og mældu hlutfall sýkingar í stofninum samhliða bergmálsmælingum. Jafnframt hefur Hafrannsóknastofnun fengið sýni frá veiðiskipum.

Þorsteinn sagði að þróun sýkingarinnar væri svipuð og á síðustu vertíð. Hún eykst til muna eftir því sem á líður. Hlutfall sýkingarinnar mælist nú mjög nálægt 45% að meðaltali þótt alltaf sé einhver breytileiki milli sýna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.