Norskir fiskifræðingar óttast að nýliðun í norsk-íslenska síldarstofninum verði léleg næstu fimm árin. Þetta kom fram í máli Ole Arve Misund frá norsku hafrannsóknastofnuninni á ráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum samtaka norskra útvegsmanna. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskfréttum.
Í glæru sem Misund sýndi ráðstefnugestum kemur fram að hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar gæti minnkað um helming; farið úr tæpum 8 milljónum tonna árið 2011 niður í 4 milljónir tonn árið 2017. Heildarveiðin gæti sömuleiðis farið úr í kringum 980 þúsund tonnum árið 2011 niður í rúm 470 þúsund tonn árið 2017.
Íslendingar hófu veiðar á norsk-íslensku síldinni á ný árið 1994 og veiddu 21 þúsund tonn það ár. Frá árinu 1994 hefur meðalveiði íslenskra skipa af norsk-íslenskri síld verið um 160 þúsund tonn á ári en mest veiddum við 265 þúsund tonn árið 2009. Hlutur Íslands færi hins vegar niður í 68 þúsund tonn árið 2017 gangi spá norsku fiskifræðinganna eftir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.