Það sem af er vertíð eru komin á land 2.833 tonn af grásleppu. Þetta er litlu minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá hafði 2.858 tonnum verið landað. Þessar upplýsingar koma fram á vef Fiskistofu .

Alls hafa 168 bátar sótt um leyfi til grásleppuveiða á þessari vertíð. Fjöldi útgefinna leyfa er æði misjafn milli svæða.

Helga Sæm ÞH er aflahæsti báturinn það sem af er með  52,7 tonn en hann er gerður út á Norðausturlandi. Næst í röðinni eru Sigurey ST og  Simmi NS með um það bil 47,5 tonn.