,,Segja má að verð á þorski í vetur hafi verið svipað í Englandi og á íslensku fiskmörkuðunum þegar búið er að draga frá flutningskostnað vegna útflutningsins,“ segir Birgir Þór Sverrisson skipstjóri á togbátnum Vestmannaey í viðtali í Fiskifréttum í dag.

Allur ufsinn og megnið af þorskinum af Vestmannaey VE  fer í vinnslu í Eyjum og einnig hluti af öðrum afla, en talsvert af ýsu, löngu og aukategundum er sent í gámum á Englandsmarkað.

,,Gámaútflutningurinn hefur minnkað mikið frá því sem áður var. Það stafar bæði af kvótaálaginu og eins því að Englandsmarkaður hefur verið frekar erfiður í vetur vegna mikils framboðs af fiski frá Noregi,“ segir Birgir Þór.

Sjá nánar viðtal í nýjustu Fiskifréttum: ,,Besta blandan í Háfadýpinu"