ff
Lögreglan í Flórída í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort dreifingaraðilar, fisksalar og veitingahús, selji fisk sem sé ranglega merktur. Samkvæmt gögnum virðast þeir sem höndla með fisk vísvitandi hafa breytt tegundarmerkingu á fiski og selt ódýrar tegundir sem dýrari.
Einnig mun vera algengt að veitingarhús noti aðrar tegundir af fiski í rétti en segir á matseðli.
Undanfarið hefur lögreglan tekið sýni af fiski hjá fisksölum og á veitingahúsum og sent í rannsókn þar sem skorið er úr um hvort um sé að ræða sama fiski og seljendur halda fram.
Samskonar rannsóknir voru gerðar fyrir fimm árum og voru niðurstöður þeirra mikil vonbrigði enda reyndist stór hluti seljenda vera að bjóða falsaða vöru.
Aðstandendur rannsóknanna óttast að ástandið hafi ekki batnað þrátt fyrir að ströng lög gildi um vörusvik í Bandaríkjum.