Svíar standa nú fyrir merkilegri tilraun til að bæta lífríki sjávar. Hún felst í því að „ryksuga“ dauða þörunga upp af hafsbotninum í Eystrasalti. Frá þessu er greint á vefnum nyteknik.se

Þetta er gert til að hindra það að rotnandi leifar þörunga sogi til sín allt súrefni úr sjónum. Jafnframt er ráðgert að nýta þörungana til framleiðslu á lífdísil.

Sjá nánar umfjöllun um málið í nýjustu Fiskifréttum.