Svartdjöfull verður seint talinn fallegasti fiskurinn í sjónum. Miklu frekar má segja að hann líti út eins og skepna úr hryllingsmynd. Meðfylgjandi MYNDBAND var tekið af svartdjöfli í Monterey-flóa við Kaliforníu.
Vísindamenn taka myndbandinu fegins hendi því það er það eina sem vitað er um sem sýnir fiskinn í sínu raunverulega umhverfi. Myndin er tekin á 580 metra dýpi og sýnir hrygnu með brotna tönn!
Þótt svartdjöfull sé skelfilegur útlits er hann ekki nema um 7 til 12 sentímetrar að lengd. Hængurinn er minni en hrygnan og hefur ekki „veiðistöng“ eins og hún.
Sjá nánar um fiskinn HÉR .